Enski boltinn

Walcott ætlar að fylla skarð Eduardos

Elvar Geir Magnússon skrifar
Walcott og Eduardo á góðri stundu.
Walcott og Eduardo á góðri stundu.

Ungstirnið Theo Walcott segist ákveðinn í að fylla skarðið sem hinn fótbrotni Eduardo da Silva skilur eftir sig hjá Arsenal. Þessi U21 landsliðsmaður skoraði bæði mörk Arsenal í 2-2 jafnteflinu gegn Birmingham.

„Ég er fullur sjálfstrausts. Mörkin mín voru mikilvæg fyrir mig og vonandi get ég haldið uppteknum hætti gegn Aston Villa um helgina," sagði Walcott.

„Næstu leikir eru mjög mikilvægir. Síðasta helgi var mjög erfið fyrir liðið í heild en ég er sannfærður um að við komumst aftur á skrið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×