Innlent

Leit úr lofti hætt

Leit úr lofti að Cessna vélinni sem saknað hefur verið síðan klukkan 16:10 í dag hefur verið hætt vegna myrkurs. Varðskip og þrír togarar munu halda leit áfram.

Gert er ráð fyrir að Fokker-flugvél gæslunnar og tvær björgunarþyrlur haldi aftur til leitar þegar birtir í fyrramálið.

Einn maður, bandarískur ríkisborgari, var um borð í vélinni sem fór í sjóinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×