Innlent

Hald lagt á fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi

Lögreglan á Selfossi lagði um klukkan hálf tólf í gærkvöldi hald fíkniefni í sumarbústað í Ölfusi. Um var að ræða tvö grömm af hassi eða amfetamíni og einhverjar töflur.

Þrennt var handtekið vegna málsins en fólkinu var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Fólkið, sem í kringum tvítugt, var í annarlegu ástandi þegar það var handtekið að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×