Innlent

Enn röskun á flugsamgöngum vegna veðurs

Enn eru seinkanir á flugi.
Enn eru seinkanir á flugi. MYND/365

Enn eru seinkanir á flugsamgöngum vegna veðurs. Vél sem átti að fara á vegum Icelandair frá Kaupmannahöfn og lenda í Keflavík klukkan hálffjögur í dag mun ekki lenda fyrr en klukkan þrjú í nótt samkvæmt áætlun. Einnig hafa verið lítillegar seinkanir á öðrum flugferðum á vegum Icelandair frá Evrópu, en samkvæmt upplýsingum frá talsmanni þeirra eru vélarnar að lenda þessa stundina. SAS flugfélagið þurfti að aflýsa flugi sem átti að fara frá Osló í dag. Þá varð einnig seinkunn á flugi Iceland Express frá Stanstead í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×