Innlent

Slökkvilið hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Valli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur það sem af er degi sinnt þremur vatnslekatilvikum, þar af tveimur sem tengjast veðrinu beint.

Mjög hefur hlýnað í veðri og flæddi inn í kjallara á einum stað og innan af þaki á öðrum. Í síðarnefnda tilvikinu voru rennur stíflaðar og flæddi þaðan inn af þökum að sögn slökkviliðsins.

Þar á bæ brýna menn fyrir fólki að hreinsa vel frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir leka sem þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×