Innlent

Fíkniefnahundar fundu hass á heilbrigðsstofnun í borginni

Fíkniefnaleitarhundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa enn og aftur sannað gildi sitt undanfarna daga.

Segir lögregla að án þeirra sé óvíst að eins vel hefði tekist til í þeim málum sem upp hafa komið. Karl á þrítugsaldri var handtekinn fyrr í vikunni en í bíl hans fundust fíkniefni og fjármunir sem grunur leikur á að séu ágóði af fíkniefnasölu. Einnig var leitað á heimili mannsins og þá kom í ljós meira af fíkniefnum.

Þá voru kona og karl handtekin eftir að fíkniefni fundust í íbúð þeirra og karl á þrítugsaldri var færður á lögreglustöð eftir að hass fannst á herbergi hans á gistihúsi.

Þá fann lögreglan hass við leit að fíkniefnum á heilbrigðisstofnun á höfuðborgarsvæðinu en ekki er tekið fram hvar það var. Þó er sagt starfsmaður hafi ekki átt í hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×