Innlent

Fáir óku of hratt yfir ein stærstu gatnamót landsins

MYN/Vilhelm

Brot 51 ökumanns var myndað þegar þeir óku yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar til norðurs frá miðvikudegi til föstudags.

Vöktun lögreglunnar stóð yfir í tæpar fjörutíu og fimm klukkustundir en á tímabilinu fóru nærri 25 þúsund bílar þessa akstursleið. Því óku aðeins 0,02 prósent of hratt yfir gatnamótin en lögregla getur þess að aðstæður til aksturs voru slæmar, hálka og snjókoma.

Þessi niðurstaða beri það þó með sér að ökumenn hafi greinilega tekið tillit til aðstæðna og það sé vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×