Innlent

Umfangsmikilli leit að íslenskum pilti ekki haldið áfram í dag

Leit að 18 ára íslenskum pilti á Jótlandi í Danmörku hefur enn engan árangur borið. Umfangsmikilli leit með leitarhundum og þyrlu á svæði umhverfis bíl hans verður ekki haldið áfram í dag.

Foreldrar Ívars hafa ekki séð hann frá því að hann fór í bíltúr á sunnudaginn. Eldri bróðir hans heyrði síðast í honum í síma á sunnudagskvöldið. Samkvæmt mælingum lögreglu er farsími Ívars rafmagnslaus.

Umfangsmikil leitaraðgerð í gær bar ekki árangur. Tíu leitarhundar og þyrla voru notuð til leitar á tveggja kílómetra svæði við vegamót þar sem bíll Ívars fannst bensínlaus á mánudagsmorgun.

Slíkum leitaraðgerðum verður ekki haldið áfram nema nýjar vísbendingar gefi ástæðu til. Lögregla rannsakar nú frekar ferðir Ívars á sunnudag í ljósi upplýsinga sem henni hafa borist eftir umfjöllun fjölmiðla í Danmörku um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×