Innlent

Obba með mestu nytin í fyrra

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Kýrin Obba á bænum Brakanda í Hörgárdal mjólkaði mest allra íslenskra kúa á síðasta ári eða rúmlega 12.200 kíló af mjólk.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrsluhalds um nautgriparækt á síðasta ári sem finna má á heimasíðu Bændasamtakanna. Á eftir henni kom Smella á Hlíðarenda í Óslandshlíð með tæplega 11.800 kíló og með þriðju hæstu nytin var Blúnda frá Helluvaði á Rangárvöllum með rúmlega 11.600 kíló af mjólk.

Tölur Bændasamtakanna leiða enn fremur í ljós að 637 mjólkubú eru á landinu og eru kýrnar nærri 31 þúsund talsins. Meðalbústærð reyndist skipað nærri 49 kúm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×