Innlent

Listaverk Ólafs kostar tvo milljarða

Kostnaður við nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús er áætlaður fjórtán milljarða króna, en var í upphafi áætlaður tólf milljarðar. Listaverk Ólafs Elíassonar á húsinu kostar tvo milljarða, en smíði þess er hafin í Kína.

Framkvæmdum við tónlistar- og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík eru í fullum gangi en nú er rúmt ár síðan að fyrstu steypunni var rennt í mót í grunni hússins. Verkið gengur samkvæmt áætlun og er búist við að lokið verði við byggingu hússins í desember 2009. Þegar hefur verið lokið við um þriðjung framkvæmdanna.

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar húsinu frá því að samið var um byggingu þess. Þessar breytingar þýða aukinn kostnað. Nú reiknað með að kostnaður við húsið verið fjórtán milljarðar króna eða tveimur milljörðum krónum meira en þegar samningar voru gerðir.

Það er Eignarhaldsfélagið Portus hf. sem byggir og ætlar að reka húsið. Reykjavíkurborg og ríkið hafa hins vegar skuldbundið sig til að greiða hátt í sjöhundruð milljónir á ári 35 ár í rekstur hússins. Helgi segir aukinn kostnað við byggingu hússins ekki auka kostnað ríkisins og borgarinnar.

Verk eftir listamanninn Ólaf Elíasson mun prýða veggi hússins. Verkið snertir glerveggi hússins allan hringinn og verður hluti af því eins og skorið stuðlaber. Ólafur kynnti lokaútfærslu á verki sínu á föstudaginn. Búið er að semja við fyrirtæki í Kína um að smíða listaverk Ólafs og er vinna við það hafin. Áætlað er að verkið kosti um tvo milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×