Innlent

Heitavatnsrör gefa sig í þíðu

MYND/Anton Brink

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi í Flétturima í Grafarvogi um eittleytið í dag. Þar hafði ofn sprungið og flæddi vatn úr honum. Greiðlega gekk að loka fyrir ofninn og hreinsa upp vatnið.

Síðar í dag var slökkvilið svo kallað aftur út vegna sams konar leka í Einholti en þar hafði heitavatnsrör spurngið eftir að hlýnað hafði í veðri. Hreinsunarstarf þar gekk einnig vel.

Enn fremur hafa verið miklar annir hjá slökkviliði í sjúkraflutningum og hafa fimm til sex sjúkrabílar verið á ferðinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×