Innlent

Gefa þarf útigangshrossum í kuldatíðinni

Ekki gleyma að gefa hrossunum.
Ekki gleyma að gefa hrossunum.

Héraðsdýralæknum hefur borist fjöldinn allur af ábendingum um hross sem híma fóðurlaus í griðingum þar sem enga beit er að hafa.

Fram kemur á vef Landbúnaðarstofnunar að bændur og umráðamenn hrossa séu beðnir um að huga vel að hrossum nú þegar víða er hart í ári. Gefa þurfi útigangandi hrossum við þessar aðstæður, sérstaklega fylfullum og/eða mjólkandi hryssum og ungviði, en slíkt er skylda samkvæmt landslögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×