Innlent

Vill færa Árbæjarsafn í miðborgina

MYND/Vilhelm

Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Silfri Egils fyrir stundu að hún teldi að leggja ætti Árbæjarsafnið niður og skila húsunum til baka til Reykjavíkur. Friðun húsa á Laugarvegi var til umræðu í þættinum. Bjarni Harðarson þingmaður fagnaði því að húsafriðun væri að taka við sér en taldi skyndifriðun húsanna við Laugaveg 4-6, 600 miljón króna klúður.

Gunnar Smári Egilsson taldi að friða ætti öll hús í miðbænum vestan við Rauðarárstíg, fyrir utan biðstöðina á Hlemmi sem ætti að rífa, því það stæði á fallegasta torgi í borginni. Hann taldi að ekki ætti að byggja stóra gjá verslunarhúsnæðis eins og hugmyndir væri uppi um á einhverjum stöðum á Laugavegi.

Að lokum benti Gunnar á að á Grettisgötu og Njálsgötu hefðu eigendur húsa gert upp mikinn meirihluta þeirra, í dag væru þetta glæsiilegar götur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×