Innlent

Vísir.is besti afþreyingavefurinn

Samtök vefiðnaðarins völdu í dag Vísi.is besta afþreyingavefinn, þegar íslensku vefverðlaunin voru veitt á Hótel Sögu.

„Þetta er afskaplega góð viðurkenning á starfsemi Vísis og staðfestir það að Vísir er að festa sig í sessi sem helsti frétta- og upplýsingavefur landsins," segir Hjalti Egilsson, vefstjóri Vísis.

Fjölda annarra vefja vann til verðlauna. Besti íslenski vefurinn var valinn miði.is, sem einnig hlaut verðlaun fyrir besta útlit og viðmót. Besti sölu- og þjónustuvefurinn var valinn icelandexpress.is. Besti fyrirtækjavefurinn var valinn glitnir.is og vedur.is var valinn besti vefur í almannaþágu. Þá var vefurinn hvaderimatinn.is valinn bjartasta vonin og hjarta.net var valinn besti einstaklingsvefurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×