Innlent

Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göng

Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna.
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. MYND/GVA

Ný stjórn Faxaflóahafna tekur undir þá ályktun borgarráðs að Sundabraut skuli leggja í göngum. Þá ítrekar félagið vilja sinn til að koma að framkvæmd verkefnisins.

Í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar Faxaflóahafna í dag fagnar hún áhuga samgönguráðherra, alþingismanna og sveitarfélaga á að koma verkefninu sem fyrst til framkvæmda og því mati að verkefnið sé brýnasta verkefnið í samgöngumálum á landinu.

Samþykkti stjórnin að tilnefna formann hafnarstjórnar, Júlíus Vífil Ingvarsson, í samráðshóp Reykjavíkurborgar um lagningu Sundabrautar. Þá var hafnarstjóra falið að taka saman greinargerð um áhrif þess á önnur svæði Sundahafnar að leggja Sundabraut í göng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×