Innlent

Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kemur saman til fyrsta fundar

MYND/Sigurður Bogi

Ný stjórn Orkuveitu Reykjavíkur kemur saman til síns fyrsta fundar nú klukkan tvö. Þar verða ýmis mál á dagskrá, þar á meðal málefni Reykjavík Energy Invest.

Að sögn Kjartans Magnússonar, nýs stjórnarformanns Orkuveitunnar, verður fyrsta verk nýrrar stjórnar að taka fyrir tillögu um að fundargerðir stjórnarinnar verði gerðar opinberar. Að sögn Kjartans hefur leynd hvílt yfir þeim allt frá stofnun fyrirtækisins 1999 en málið hafi margoft verið rætt í borgarstjórn. Þá hafi starfsmenn einnig viljað sjá hvað sé rætt í stjórn fyrirtækisins. Við þessu eigi nú að verða.

Nýja stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skipa auk Kjartans þau Ásta Þorleifsdóttir, sem er varaformaður stjórnar, og borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir. Gunnar Sigurðsson er fulltrúi Akraneskaupstaðar og áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar er Björn Bjarki Þorsteinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×