Innlent

Lögregla vill lengra gæsluvarðhald yfir smyglurum

Farið hefur verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa smyglað um fimm kílóum af amfetamíni og kókaíni til landsins í hraðsendingu. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum ætlar dómari að ákvarða í málinu seinnipartinn í dag.

Alls eru fjórir í haldi vegna málsins,bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir, Tómas Kristjánsson og Annþór Kristján Karlsson. Upp komst um smyglið í nóvember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×