Innlent

Tólf bílar skemmdust árekstrum í Ártúnsbrekkunni

MYND/Hari

Níu árekstrar urðu á höfuðborgarsvæðinu á tæpum þremur klukkustundum í morgun en allir sem í bílunum voru sluppu ómeiddir.

Tveir árekstrar urðu í Ártúnsbrekkunni um klukkan átta. Í öðrum þeirra skullu þrír bílar saman en í hinum sex bílar. Rúmri klukkustund síðar varð þar annar þriggja bíla árekstur þannig að 12 bílar skemmdust í brekkunni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×