Innlent

Faxaflóahafnir tilbúnar með nýtt svæði fyrir HB Granda

Faxaflóahafnir eru tilbúnar til að láta HB Granda í té nýtt athafnasvæði á Akranesi sem yrði í beinum tengslum við hafnarbakkann. Þetta segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna í samtali við Vísi.

Málið er til umræðu á stjórnarfundi hjá Faxaflóahöfnum sem hófst nú klukkan 11 í morgun. Að sögn Gísla verður eitt aðalumræðuefnið á fundinum beiðnin frá Akranesbæ um að viðræður verði teknar upp milli Faxaflóahafna og HB Granda í framhaldi af því að HB Grandi hefur ákveðið að hætta allri fiskvinnslu á Akranesi.

Hvað viðræðurnar við HB Granda varðar segir Gísli að Grandamenn hafi áhuga á að taka upp aftur viðræður um lóðirnar á Norðurgarði sem Faxaflóahafnir sáu sér ekki fært um að veita þeim á síðasta ári. "Við munum skoða hvort hægt sé að finna aðra fleti á því máli," segir Gísli.

Gísli segir að hvaða ákvarðair sem teknar verði muni þær ekki hafa í för með sér að fiskvinnslan á Akranesi fari í gang strax. "Hvað hið nýja svæði undir starfssemi HB Granda varðar er ljóst að það kemst ekki í gagnið fyrr en eftir ár eða tvö," segir Gísli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×