Innlent

Greindi frá árangri í jafnréttismálum á ESB-fundi

MYND/Pjetur

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, situr nú fund jafnréttisráðherra Evrópusambandsríkja og EES-landa sem haldinn er í Slóveníu.

Fram kemur á vef félagsmálaráðuneytisins að rætt sé um stöðu jafnréttismála og áhrifaríkar aðferðir til þess að ná árangri á því sviði.

Jóhanna flutti ávarp á fundinum og benti meðal annars á um 80 prósenta atvinnuþátttöku kvenna sem er með því hæsta sem gerist í heiminum. Hún væri ein af meginstoðum hagvaxtar og jafnréttis á Íslandi. Þá benti ráðherra einnig á að níu af hverjum tíu íslenskum feðrum tækju feðraorlof og það styrkti einnig jafnrétti á Íslandi.

Fram kom að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst kynna breytingar á reglum um fæðingarorlof sem kveður á um fæðingarorlof feðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×