Innlent

20 mánaða fangelsi efir brot á skilorði

Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir ýmis brot sem hann framdi í fyrra. Meðal þess sem hann var dæmdur fyrir var að hafa ráðist á mann í afgreiðslu Sjóvá við Eldshöfða, stolið átján tveggja lítra kókflöskum úr Krónunni við Jafnasel, brotist inn í íbúðarhús og stolið fartölvu og ekið alloft hér og þar um bæinn undir áhrifum eiturlyfja.

Maðurinn fékk nýlega 15 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og var sá dómur því dæmdur upp í dag.

Maðurinn játaði brot sín greiðlega og sagðist hafa snúið lífi sínu til betri vegar.

Hann var þar að auki sviptur ökuleyfi í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×