Innlent

Kemur til greina að fjölga meðferðargöngum á Litla-Hrauni

Í máli eins sakbornings í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag kom fram að hann hefði sótt um vera vistaður á svokölluðum meðferðargangi á Litla-Hrauni. Hann sagði að hann væri á biðlista þar sem gangurinn væri fullur.

Meðferðargangurinn á Litla-Hrauni er tilraunaverkefni en þar eru einungis vistaðir fangar sem kjósa að halda sér fjarri neyslu eiturlyfja og stunda nám eða vinnu.

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni segir að tilraunin með meðferðarganginn gangi vel. Hún segir að þeir sem vistaðir séu á ganginum kjósi sjálfir að undirgangast ákveðnar reglum um umgengni og framkomu og það hafi gefið góða raun.

Svo góða að Margét segir að það komi til greina að fjölga meðferðargöngum. Það verði hins vegar ekki skoðað fyrr en eftir að sex mánaða tilraunartímabilinu lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×