Innlent

Hugmyndir um legu Sundabrautar kynntar í samgöngunefnd

Samgöngunefnd Alþingis var í fyrsta sinn í morgun, kynntar hugmyndir um legu Sundabrautar.

Á fundinum voru kynntar fyrir samgöngunefnd Alþingis þær tvær leiðir sem koma til greina um legu Sundabrautar, annars vegar jarðgangaleiðina frá Gufunesi í Laugarnes og hins vegar svokallaða Eyjaleið.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar, sagði í samtali við fréttastofu að þetta hefði einungis verið kynningarfundur fyrir nefndina og engar ákvarðanir verið teknar.

Um miðjan janúar samþykkti borgarráð Reykjavíkur að Sundabraut verði lögð frá Gufunesi í Laugarnesi en Vegagerðin hefur bent á að sú leið kosti níu milljörðum krónum meira en eyjaleiðin. Vegagerðin áætlar að Eyjaleiðin kosti 15 milljarða en sundagöng 24 milljarða. Þá muni kosta 200 milljónum meira árlega að reka Sundagöng en þá vegi og brýr sem fylgi Eyjaleiðinni.

Íbúar í Grafarvogi og Laugardal hafa lagst gegn Eyjaleiðinni og segja hana færa þunga umferð of nærri íbúðabyggð. Samgönguráðherra hyggst taka ákvörðun um legu Sundabrautar í sumar þegar umhverfismat liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×