Innlent

Ölvaðir ökumenn og fullir farþegar í Reykjanesbæ

Rétt eftir klukkan tvö í nótt var jeppabifreið ekið útaf Flugvallarveginum við Efstaleiti í Reykjanesbæ og sat þar föst. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og gistu þrír aðilar fangageymslur vegna málsins. Þeir verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman er runnin af þeim.

Þá réðst ölvaður kvenfarþegi á leigubifreiðastjóra í Reykjanesbæ. Sló hún til hans og endaði með því að bíta hann í handlegginn. Leigubifreiðastjórinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en reyndist ekki alvarlegar meiddur.

Konan, sem var ein í bílnum, gisti fangageymslur lögreglunnar og bíður hennar einnig yfirheyrsla þegar runnið er af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×