Innlent

Verðbólga óbreytt milli mánaða

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28 stig frá fyrra mánuði og og mælist verðbólga hér á landi nú 5,9 prósent samkvæmt Hagstofu Íslands.

Vetrarútsölur eru nú víða hafnar og lækkaði verð á fötum og skóm um rúm tíu prósent og hafði það áhrif til lækkunar neysluverðsvísitölunnar. Hins vegar jókst húsnæðiskostnaður um 1,3 prósent, bæði vegna hækkunar vaxta og hækkunar á húsnæðisverði og hafði það áhrif til hækkunar. Þá hækkaði verð á mat og drykkjarvöru um 0,9 prósent.

Sem fyrr segir er verðbólga síðustu tólf mánaða 5,9 prósent líkt og í desember en verðbólga án húsnæðis 2,4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×