Innlent

Undrar sig á ummælum Svandísar Svavars

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

„Einkennilegt er að heyra Svandísi Svavarsdóttur, formann skipulagsráðs borgarinnar, átelja vegagerðina fyrir niðurstöðu hennar vegna Sundabrautar," skrifar Björn Bjarnason í pistli á heimasíðu sinni í dag. Þar undrar hann sig á ummælum oddvita Vinstri grænna í borgarstjórn.

Og Björn heldur áfram: „Vegagerðin var spurð af borgarstjórn Reykjavíkur um kostnað við göng undir Elliðavog og segir þau verða 9 milljörðum dýrari en eyjaleiðina svonefndu. Helst er að skilja á Svandísi, að svarið sé til marks um pólitísk afskipti" skrifar Björn á síðuna.

„Hvers vegna finnur hún ekki að afskiptum húsfriðunarnefndar af Laugavegi 4 til 6 og telur þau pólitísk? Af því að hún er sammála nefndinni en ekki vegagerðinni?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×