Saksóknaranum misbýður aðdáun á Aroni Pálma 12. janúar 2008 14:08 Aron Pálmi Ágústsson Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu." Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Mike Trent, saksóknari í máli Arons Pálma Ágústssonar, misbýður sú aðdáun sem honum hefur fundist Aron hafa hlotið hér á landi. Í bréfi sem hann sendi ritstjórn Vísis í kjölfar frétta okkar af málinu segir hann það vanvirðingu við fórnarlömb Arons að á hann sé litið sem nokkurskonar hetju á Íslandi. Mike spyr síðan hvort íslendingar eigi ekki einhverja alvöru hetju sem þeir geti dáð. Saksóknarinn lét þýða fyrir sig frétt Vísis um málið og í bréfinu fer hann yfir nokkur af þeim ummælum sem Aron lét hafa eftir sér í fréttinni. Kafla úr bréfinu má sjá hér að neðan. „Það er mér ljóst að það verður alltaf hópur fólks á Íslandi sem stendur með Aroni Pálma í þessu máli. Hversvegna svo er skil ég hinsvegar ekki. Þessi hópur vill beina athyglinni frá umræðunni um hvað Aron gerði og beina henni að því sem ég hef sagt og gert. Ég hef komið nálægt mörgum, mörgum málum, sumum alvarlegri en máli Arons og sumum minna alvarlegri. Eina ástæða þess að ég hef lagt svona mikið í að upplýsa um mál Arons Pálma er það mikla púður sem ákveðnir einstaklingar á Íslandi, sumir í ríkisstjórn landsins, lögðu í að fá hann lausan. Eftir að hafa upplifað það sálræna áfall og þjáningu sem mörg þessara fórnarlamba hafa gengið í gegnum trúði ég því að það þyrfti að refsa Aroni vegna gjörða sinna og vernda þjóðfélagið með því að hafa hann bak við lás og slá. Ég vissi að ef hann yrði framseldur til Íslands myndi ríkisstjórn ykkar hafa völd til þess að frelsa hann án nokkura útskýringa. Þetta taldi ég vegna þeirrar samúðar sem honum var sýnd og þeirrar staðreyndar að þessir aðilar voru ekki tilbúnir til þess að hlusta á staðreyndir málsins. Í upphafi var mál Arons Pálma ekki vandamál Íslands þar sem meirihluti fjölskyldu hans og vinir eru í Texas. Hann talar fullkomna ensku og tengsl hans við Harris County eru mun sterkari en tengsl hans við Ísland nokkurntíma. Ég trúði því að hann myndi snúa til Bandaríkjanna við fyrsta tækifæri. Og ég trúi því raunar enn að hann muni koma hingað að lokum. Mike Trent Ef ég lít út fyrir að vera of ákafur í þessu máli, er það vegna þess að ég reyni að vernda börnin hér í Texas fyrir dæmdum, hættulegum kynferðisglæpamanni. Ég get ekki fundið neitt sem á frekar skilið kappsemi mína en þetta mál sem snertir einnig starf mitt. Takmark mitt er síður en svo að gera líf hans að "lifandi helvíti" eins og hann hefur sakað mig um. Ég held frekar að vegna barna á Íslandi ætti fólk þar að vita hvern þau voru að bjóða velkomin til landsins. Ég viðurkenni vel að mér misbýður sú aðdáun sem hann hefur hlotið hjá íslendingum, sem sumir virðast telja hann nokkurskonar hetju. Ég lít á þetta sem vanvirðingu við fórnarlömb Arons Pálma. Eiga íslendingar enga alvöru hetju sem þeir geta dáð? Það sem er mun alvarlegra í þessu máli er hinsvegar sú afbökun á sannleikanum sem hefur verið ríkjandi í íslenskum fjölmiðlum. Eins lengi og sú skoðun mun vera ríkjandi á Íslandi, þá munu börn ykkar vera í mikilli hættu."
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira