Innlent

16. maí verði Mannréttindadagur Reykjavíkurborgar

Nefndarmenn á fyrsta fundi mannréttindaráðs í dag.
Nefndarmenn á fyrsta fundi mannréttindaráðs í dag.

Nýkjörið Mannréttindaráð borgarinnar ákvað á fyrsta fundi sínum í dag að tilnefna 16. maí sem Mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

Þar segir að mannréttindanefnd hafi orðið að mannréttindaráði um áramót og á með því að gefa mannréttindamálum aukið vægi innan stjórnsýslu borgarinnar.

Á fyrsta fundinum í dag var ákveðið að halda Mannréttindadag Reykjavíkur hátíðlegan 16. maí ár hvert, en á þeim degi árið 2006 var mannréttindastefna borgarinnar samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Á þessum deigi verður mannréttindaverðlaunum Reykjavíkurborgar úthlutað.

Í mannréttindaráði eiga sæti: Sóley Tómasdóttir formaður, Marsibil J. Sæmundardóttir varaformaður, Falasteen Abu Libdeh, Guðrún Ásmundsdóttir, Andri Óttarsson, Marta Guðjónsdóttir og Sif Sigfúsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×