Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:55 „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði