Innlent

Stálu myndavélum og öðru lauslegu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tvo erlenda ferðamenn á hóteli í Reykjavík vegna gruns um þjófnað. Um er að ræða konu og karl frá Hollandi en þau eru meðal annars sökuð um að hafa stolið úr töskum annarra ferðamanna sem biðu eftir flugrútunni í morgun.

Á fólkið meðal annars að hafa stolið myndavélum og öðru lauslegu úr töskum hinna ferðamannanna.

Fólkið gisti fangageymslur í nótt og verður yfirheyrt seinna í dag.

Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls fengu fimm að gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×