Enski boltinn

Rafa verður rekinn

News of the World segir að dagar Rafa Benitez séu taldir hjá Liverpool ef liðið tapar fyrir Inter í Meistaradeildinni
News of the World segir að dagar Rafa Benitez séu taldir hjá Liverpool ef liðið tapar fyrir Inter í Meistaradeildinni NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, gæti þurft að taka pokann sinn strax í næsta mánuði ef illa fer gegn Inter í Meistaradeildinni. Þetta hefur News of the World eftir nánum vini spænska stjórans.

Benitez lenti í smá rimmu við eigendur Liverpool fyrir nokkru vegna leikmannamála, en heimildarmaður News of the World segir að þó Benitez hafi náð sáttum við þá síðan - óttist hann að verða rekinn fljótlega eftir að honum var neitað um nýjan samning á fundi með Bandaríkjamönnunum.

"Rafa veit að það verða litlir peningar til að kaupa nýjan miðvörð í janúar eins og hann hafði óskað og svo er líka þetta vandamál með Javier Mascherano. Hann mun ekki skrifa undir samning við Liverpool af því hann hefur enga hugmynd um það hvort þjálfarinn verður áfram hjá liðinu fram á næsta tímabil. Rafa vill halda áfram hjá Liverpool, en hann er hræddur um að verða rekinn því eigendurnir hafa ekki sýnt fram á að þeir styðji við bakið á honum og þeir vildu ekki ræða nýjan samning við hann," sagði heimildamaður blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×