Innlent

Sjö ungmenni sviku út milljónir

Síðastliðinn fimmtudag barst lögreglunni kæra Sparisjóðsins á Akranesi vegna fjársvika. Reyndist um að ræða mál þar sem um 6.5 milljónir króna höfðu verið teknar út af reikning í heimildarleysi og millifærðar á nokkra aðila.

Ljóst var að málið var talsvert að umfangi og var því leitað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra eftir aðstoð og síðan óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tæki yfir rannsókn málsins. Strax á fimmtudagskvöld var eigandi reikningsins sem notaður var handtekinn og allan föstudag stóðu yfir handtökur og yfirheyrslur og fylltust fangageymslur lögreglunnar á Akranesi um tíma. Rannsókn gekk hratt fyrir sig og voru 7 ungmenni á aldrinum 17 ára til liðlega tvítugs handtekin og yfirheyrð vegna málsins. Játningar liggja fyrir og leiddi rannsóknin í ljós að verulegur hluti peninganna voru notuð til fíkniefnaviðskipta.

Málið er enn í rannsókn og er ekki frekari frétta að vænta af því fyrr en líður á næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×