Björn: Engar tillögur komið fram um að lögum um forsetakosingar verði breytt 5. janúar 2008 19:30 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að engar tillögur hafi komið fram hvorki í ríkisstjórn ná á Alþingi um að lögum um forsetakosningar verði breytt. Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, hefur bent á, meðal annars hér á Vísi, að löngu sé orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," hefur Þórunn meðal annars sagt. Auk þess að lögum verði breytt þannig að forsetaframboð þurfi fleiri meðmælendur leggur Þórunn til að settar verði reglur um hvernig meðmælendalistar líti út. Hún vill staðlað form á slíka lista. Þetta kemur í kjölfarið á því harðri gagnrýni hennar á vinnubrögð Ástþórs Magnússonar og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Hún segir að síðar hafi fólk haft samband við hana sem skrifaði undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. "Það hefur verið rætt innan dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að birta leiðbeiningu og jafnframt gefa sýnishorn af því, hvernig slíkir meðmælendalistar skuli vera, það ætti að auðvelda þeim, sem safna meðmælendum og einnig hinum, sem vinna úr listunum," sagði Björn Bjarnason í svari til Vísis við fyrirspurn varðandi þessar ábendingar. Frétt Vísis um gagnrýni Þórunnar má lesa hér Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að engar tillögur hafi komið fram hvorki í ríkisstjórn ná á Alþingi um að lögum um forsetakosningar verði breytt. Þórunn Guðmunsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður, hefur bent á, meðal annars hér á Vísi, að löngu sé orðið tímabært að endurskoða lög og reglur um forsetakosningarnar. „Árið 1944 þegar lögin voru sett og ákveðið að meðmælendur yrðu 1.500 talsins var þjóðin helmingi fámennari en nú er," hefur Þórunn meðal annars sagt. Auk þess að lögum verði breytt þannig að forsetaframboð þurfi fleiri meðmælendur leggur Þórunn til að settar verði reglur um hvernig meðmælendalistar líti út. Hún vill staðlað form á slíka lista. Þetta kemur í kjölfarið á því harðri gagnrýni hennar á vinnubrögð Ástþórs Magnússonar og stuðningsmanna hans við að afla meðmælenda. Meðal annars nefnir Þórunn sem dæmi að meðmælalistar Ástþórs hafi ekki verið allir eins. Á einum þeirra hafi verið texti efst um að forsetinn ætti að gegna forystuhlutverki í friðarmálum heims. Undir þessari yfirlýsingu var svo með mun smærra letri texti um að viðkomandi mælti með framboði Ástþórs. Hún segir að síðar hafi fólk haft samband við hana sem skrifaði undir þessa lista og taldi sig vera að samþykkja friðarboðskap, en ekki að mæla með framboði Ástþórs Magnússonar. "Það hefur verið rætt innan dóms- og kirkjumálaráðuneytisins að birta leiðbeiningu og jafnframt gefa sýnishorn af því, hvernig slíkir meðmælendalistar skuli vera, það ætti að auðvelda þeim, sem safna meðmælendum og einnig hinum, sem vinna úr listunum," sagði Björn Bjarnason í svari til Vísis við fyrirspurn varðandi þessar ábendingar. Frétt Vísis um gagnrýni Þórunnar má lesa hér
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira