Innlent

Söfnuðu 20 milljónum

Á myndinni eru frá vinstri: Trausti Haraldsson markaðsstjóri Byr, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðumaður markaðssviðs Sparisjóðsins og Sigurður Guðmundsson landlæknir. Í bakgrunni eru svo forstöðumenn þeirra félaga sem hlutu styrki.
Á myndinni eru frá vinstri: Trausti Haraldsson markaðsstjóri Byr, Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir forstöðumaður markaðssviðs Sparisjóðsins og Sigurður Guðmundsson landlæknir. Í bakgrunni eru svo forstöðumenn þeirra félaga sem hlutu styrki.

20.867.000 kr. söfnuðust í styrktarátaki Sparisjóðsins "Þú gefur styrk" fyrir átta félagasamtök til verkefna á sviði barna og unglinga með geðraskanir. Styrktarátakinu lauk á aðfangadag jóla en styrkirnir voru afhentir forsvarsmönnum félaganna nú í byrjun árs.

Til að taka þátt í átakinu þurftu viðskiptavinir Sparisjóðsins ekki að kosta neinu til, heldur aðeins að velja eitt af verkefnunum átta og gaf Sparisjóðurinn jafnharðan þúsund krónur til þess verkefnis. Viðskiptavinir voru þó hvattir til að bæta við viðbótarframlagi. Þá gátu aðrir landsmenn einnig lagt söfnuninni lið í gegnum heimasíðu Sparisjóðsins.

Styrkirnir skiptust samkvæmt vilja viðskiptavina og annarra þátttakenda og kom því ekki nákvæmlega sama upphæðin í hlut hvers félags. Hæstan styrk hlaut ADHD félagið 4.1 milljón sem verður varið til fræðslu, kynningar og námskeiðahalds á landsbyggðinni.

Að meðaltali hlaut hvert félag ríflega 2,5 milljónir í styrk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×