Innlent

Sektaður fyrir fiskveiðibrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur sektað skipstjóra á línubát um 250 þúsund krónur fyrir fiskveiðibrot með því að hafa verið gripinn við línuveiðar á skyndilokunarsvæði norðvestur af Deild í júlí í fyrrasumar.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tvígang veitt á skyndilokunarsvæðinu, 16. og 19. júní. Það var flugvél Landhelgisgæslunnar sem kom auga á bátinn við veiðar í síðara skiptið.

Ákæran vegna fyrra brotsins byggðist á gögnum frá Vaktstöð siglinga um feril línubátsins umræddan dag en dómurinn sagði að ekki væti hægt gegn neitun mannins að sanna án vafa að hann hefði verið við veiðar innan skyndilokunarsvæðis í það skipti.

Í síðara tilvikinu bar maðurinn fyrir sig að tilkynningu um skyndilokun væri ábótavant þar sem hún hefði ekki verið tilkynnt á vinnubylgju línubáta á umræddu veiðisvæði. Féllst dómurinn ekki á það og sakfelldi manninn fyrir fiskveiðibrot.

Ákæruvaldið gerði kröfu um upptöku veiðarfæra og andvirðis aflans sem fékkst í ferðinni en á það féllst dómurinn ekki þar sem ekki var um ítrekunar- eða ásetningsbrot að ræða og heldur ekki stórfellt brot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×