Innlent

Kanna aðgerðir til að auka ábyrgð framleiðenda blaða og fjölpósts

MYND/Stefán

Umhverfisráðherra hefur skipað nefnd sem á að gera tillögu um aðgerðir til að minnka úrgang og auka endurvinnslu á dagblöðum, tímaritum og öðrum óumbeðnum prentpappír.

Nefndin á að kanna mögulegar lausnir, þar á meðal hvernig hægt sé að auka ábyrgð þeirra sem framleiða og flytja inn blöð, tímarit, bækur og auglýsingabæklinga þannig að þeir beri kostnað vegna meðhöndlunar á úrgangi þessarar framleiðslu. Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum sínum til ráðherra fyrir 1. júlí eftir því sem segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fram hefur komið að magn fjölpósts hafi aukist um 76 prósent frá árinu 2003 til 2007.

Nefndina skipa:

Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, formaður.

Glóey Finnsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu.

Ari Edwald forstjóri, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins.

Björn Halldórsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bryndís Skúladóttir, tilnefnd af Samtökum iðnaðarins.

Guðrún Tryggvadóttir, tilnefnd af félagasamtökum.

Gunnlaug Einarsdóttir, tilnefnd af Umhverfisstofnun.

Ólafur Kjartansson, tilnefndur af Úrvinnslusjóði.

Sigurður Örn Guðleifsson, tilnefndur af Félagi íslenksra stórkaupmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×