Innlent

Hún á afmæli í dag!

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

Starfsfólk veitingastaðarins B5 mætti óvenjusnemma til vinnu í dag miðað við að hafa unnið fram undir morgun á nýjársfagnaði. Ástæðan var tveggja ára afmælisveisla Ellu Dísar Laurens. Starfsfólk og skemmtikraftar gáfu vinnu sína til að móðirin gæti haldið stúlkunni, sem er alvarlega veik, veglega afmælisveislu.

Vísir sagði sögu Ellu Dísar í byrjun desember en fyrir hálfu ári greindist hún með ólæknandi hrörnunarsjúkdóm sem hefur orðið til þess að hún hefur misst mátt í báðum höndum.

Ragna Erlendsdóttir móðir Ellu Dísar hafði ætlað að halda stúlkunni afmælisveislu á tveggja ára afmæli hennar í dag, ekki síst til að þakka þeim sem hafa stutt þær mæðgur í gegnum erfiða tíma. Þegar Ásmundur Sveinsson veitingastjóri B5 í Bankastræti sá umfjöllunina á Vísi fékk hann sitt fólk í lið með sér. Hann sagði starfsfólkið hafa verið tilbúið að gera góðverk á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×