Innlent

Farþegum Flugfélags Íslands fjölgar um 14 prósent milli ára

MYND/Valgarður

Farþegum með Flugfélagi Íslands fjölgaði um 14 prósent á milli áranna 2006 og 2007 og hafa aldrei fleiri flogið með félaginu í tíu ára sögu þess.

Alls flugu um 430 þúsund manns með félaginu á nýloknu ári, þar af 22 þúsund í millilandaflugi til Færeyja og Grænlands. Eru það um 50 þúsund fleiri en árið 2006 eftir því sem segir í tilkynningu frá félaginu. Farþegum fjölgaði mest á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eða um 12 prósent og um níu prósent milli Reykjavíkur og Egilsstaða.

200 þúsund farþegar voru fluttir milli Akureyrar og Reykjavíkur og 134 þúsund til og frá Egilsstöðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×