Enski boltinn

Megson óttast að Anelka fari frá Bolton

NordicPhotos/GettyImages

Gary Megson, stjóri Bolton, segir ekki útilokað að Nicolas Anelka fari frá Bolton ef gott tilboð komi í hann í janúar.

Anelka hefur verið mikið í slúðrinu undanfarnar vikur og Megson hefur látið í það skína að Bolton sé tilbúið með varaáætlun ef stórt tilboð berst í Frakkann.

"Ég þarf ekki að selja neinn til að fá inn leikmann í stað Anelka ef til þess kemur, en það hefur þó ekki borist neitt tilboð í hann enn sem komið er. Það þýðir lítið fyrir Anelka að segja að hann sé ekki að fara neitt því ef Real Madrid býður honum risasamning - þá breytir það öllu. Við erum með óskalista yfir menn sem við viljum fá til okkar og erum með áætlun til að bregðast við. Við eigum líka eftir að sjá hvernig málin þróast á leikmannamarkaðnum í janúar, því ef menn eins og t.d. Dimitar Berbatov verða seldir - gæti það átt eftir að hrinda af stað skriðu af leikmannakaupum," sagði Megson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×