Enski boltinn

Arsenal yfir gegn West Ham

NordicPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal hefur sýnt frábær tilþrif gegn West Ham á heimavelli þar sem glæsileg mörk frá Eduardo og Adebayor skilja liðin að í hálfleik.

Reading er í bullandi vandræðum á heimavelli og er undir 1-0 gegn Portsmouth með aðeins 10 menn. Ibrahima Sonko var rekinn af velli snemma leiks hjá Reading og Niko Kranjcar misnotaði víti fyrir Portsmouth, en það er mark varnarmannsins Sol Campbell sem skilur liðin í hálfleik.

Carlos Tevez skoraði mark Manchester United sem hefur 1-0 yfir gegn Birmingham. Þá er markalaust hjá Middlesbrough og Everton á Riverside.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×