Innlent

Sextíu hófu árið á slysadeild

Sextíu manns á öllum aldri komu á slysadeild Landspítalans á nýársnótt vegna ýmiss konar áverka. Þrír voru lagðir inn með beinbrot. Að sögn vakthafandi læknis voru einhverjir með brunasár á höndum og í andliti eftir notkun flugelda en þó engin alvarleg tilvik.

Þetta er tvöfalt meiri fjöldi gesta á slysamótttöku en gengur og gerist um venjulega helgi en þó færri en á nýársnótt í fyrra, því þá voru 80 manns sem þangað komu. Vakthafandi læknir segir að mikið hafi verið um skemmtanahald og fólk undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×