Innlent

Eldsvoðar í Gilsbúð og í Álakvísl

Nýársnóttin var tiltölulega róleg hjá Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins en þó voru tvö tiltölulega stór útköll. Eldur var borinn að stæðu af vörubrettum fyrir utan iðnaðarhúsnæði Gilsbúð í Garðabænum og logaði þar glatt. Rúða sprakk í hitanum frá eldinum og fór reykur inn í húsnæðið. Að sögn slökkviliðs mátti litlu muna að eldurinn kæmist ekki inn þar sem töluverður eldsmatur var.

Þá var útkall í Álakvísl í nótt þar sem eldur kom upp inni í geymslu fjölbýlishúss. Geymslan er staðsett inn af bílageymslu og þar urðu töluverðar skemmdir á bílum, tjaldvögnum og vélsleða af völdum sóts og reyks. Ekki er ljóst á þessari stundu hvað olli eldinum í geymslunni en menn frá slökkviliði eru á brunastað að rannsaka eldsupptök.

Að öðru leyti voru áramótin frekar róleg að sögn vaktstjóra hjá slökkviliði og var nokkuð um útköll þar sem slökkva þurfti í ruslagámum og papparusli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×