Enski boltinn

Sex leikir í enska í dag

NordicPhotos/GettyImages

Toppliðin þrjú í ensku úrvalsdeildinni verða í sviðsljósinu í dag þegar sex leikir eru á dagskrá.

Topplið Arsenal leitast við að styrkja stöðu sína í efsta sætinu og tekur á móti West Ham í dag. West Ham gerði Arsenal góðan greiða um helgina með því að leggja Manchester United um helgina, en Hamrarnir eru jafnframt eina liðið sem hefur náð að sigra Arsenal á Emirates-vellinum.

Lærisveinar Alex Ferguson í Manchester United munu eflaust reyna að hrista af sér tapið gegn West Ham með því að berja á Steve Bruce og hans mönnum í Birmingham.

Roy Hodgson stýrir Fulham í fyrsta skipti þegar liðið tekur á móti grönnum sínum Chelsea, sem sitja í þriðja sæti deildarinnar.

Everton fer til Middlesbrough og reynir þar að komast aftur á sigurbraut eftir 4-1 skell gegn Arsenal á dögunum og sömu sögu er að segja af liðum Reading og Portsmouth sem mætast á Madejski, en bæði lið töpuðu síðustu leikjum sínum.

Þá verður kvöldleikurinn ekki síður áhugaverður, þar sem Aston Villa og Tottenham mætast á Villa Park.

Leikir dagsins:

Fulham-Chelsea 12:45

Middlesbro-Everton 15:00

Arsenal-West Ham 15:00

Man.Utd.-Birmingham 15:00

Reading-Portsmouth 15:00

Aston Villa-Tottenham 17:20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×