Hrossaþjófur felldur með DNA sýni Óli Tynes skrifar 27. júlí 2008 18:15 Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl. Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl.
Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira