Beðið er með mokstur á öllum leiðum á Vestfjörðum vegna slæms veðurs og þá eru Gemlufallsheiði, Óshlíð og Súðavíkurhlíð lokaðar.
Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir enn fremur að hálka og éljagangur sé á Vesturlandi, snjóþekja á Bröttubrekku og hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði. Hálka og skafrenningur er enn fremur á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeið og á Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir en þó er hálka í uppsveitum Árnessýslu.
Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur og á Austurlandi er hálka og hálkublettir víðast hvar.