Enski boltinn

Welbeck horfði aftur og aftur á markið sitt

Danny Welbeck fagnar fallegu marki sínu í gær
Danny Welbeck fagnar fallegu marki sínu í gær AFP

Hinn 17 ára gamli Danny Welbeck átti sannkallaða draumabyrjun með liði Manchester United í gær þeagar hann skoraði í sínum fyrsta deildarleik með liðinu í 5-0 sigri á Stoke City.

Welbeck kom inn sem varamaður fyrir Park Ji Sung eftir klukkutíma leik og skoraði fjórða mark United með glæsilegu skoti.

"Ég átti góðan samleik við Manucho og ákvað að láta vaða á markið. Ég var feginn að sjá boltann í netinu og ég ætla ekki að neita því að ég er búinn að horfa á endursýningar af því aftur og aftur," sagði Welbeck í samtali við sjónvarpsstöð United.

"Þetta var frábær tilfinning og hvern einasta dreng í Manchester dreymir um að skora fyrir framan Stredford-stúkuna á Old Trafford. Ég segi ekki að mig hafi beinlínis dreymt um það, en ég hef hugsað um það alveg síðan ég byrjaði að spila. Þetta er toppurinn a tilverunni," sagði leikmaðurinn ungi.

Hann bætti við að Sir Alex Ferguson myndi eflaust halda sér á jörðinni þrátt fyrir hina góðu byrjun - en vonaðist þó eftir fleiri tækifærum í nánustu framtíð..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×