Innlent

Jón Baldvin man eftir reikningnum

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra. Jón Baldvin Hannibalsson.

Jón Baldvin Hannibalsson var sendiherra í Washington þegar Guðrún Katrín Þorbergsdóttir leitaði sér lækninga í Seattle í Bandaríkjunum. Hann segist muna eftir því að sendiráðinu hafi borist reikningur vegna læknismeðferðar Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vitnar í dagbókarfærslu sinni frá árinu 1998 í samtal sem hann átti við Davíð Oddson, þáverandi forsætisráðherra. Davíð segir Matthíasi frá því að sendiráðinu í Washington hafi borist reikningur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna læknismeðferðar Guðrúna Katrínar.

„Þetta rifjast upp þegar þú nefnir það," segir Jón Baldvin en segist ekki muna upphæðina á reikningnum. Hann segir líklegt að málið hafi farið um sínar hendur í Washington og að hann hafi komið því í hendur stjórnvalda hér á landi. „Það er mjög algengt að Íslendingar sem þurfa að fara undir læknishendur í útlöndum leiti til sendiráðs í viðkomandi landi. Við búum svo vel hér á landi að hafa almannatryggingakerfi en því er öðruvísi farið í sumum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum. Fólk leitar því til sendiráðsins til þess að fá upplýsingar og jafnvel fyrirgreiðslu," segir Jón Baldvin.

Hann bendir á að Guðrún hafi verið alvarlega veik og að hún hafi gengist undir dýra læknismeðferð í Seattle. „Ég er hins vegar ekki til frásagnar um það hvernig þau hjón gengu frá samningum við sjúkrastofnanir sem þau leituðu til," segir Jón Baldvin Hannibalson að lokum.








Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×