Sinfó undir áhrifum austurs 2. október 2008 06:00 Nico Muhly Áhugavert bandarískt tónskáld á verk á tónleikum Sinfónínunnar í kvöld og annað kvöld. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld verða með austurlensku yfirbragði, nánar tiltekið indónesísku, en þá verður flutt tónlist sem á einn eða annan hátt sækir innblástur í gamelan-tónlist frá Jövu og Balí. Á föstudaginn verður síðan hluti efnisskrárinnar, nánar tiltekið verkin eftir Colin McPhee og Nico Muhly, endurtekinn á „Heyrðu mig nú!" tónleikum sem hafa óformlegra yfirbragð en hefðbundnir tónleikar, enda sniðnir að þörfum yngri kynslóða tónlistarunnenda. Hin seiðandi indónesíska slagverkstónlist sem kallast gamelan barst fyrst til Vesturlanda á heimssýningunni í París 1889, en þar heyrði Claude Debussy hana. Áhrifa frá þeirri reynslu gætir ótvírætt í marglitum og mögnuðum tónavef hans upp frá því, ekki síst í stórvirkinu La Mer sem flutt verður á tónleikunum. Hljómsveitin flytur einnig konsert fyrir tvö píanó eftir Frances Poulenc, og er ljóst að hann var ekki síður undir áhrifum gamelan en Debussy. Þó hafa væntanlega fáir gengið eins langt í aðdáun sinni á gamelan eins og kanadíska tónskáldið Colin McPhee, en hann fluttist til Balí og bjó þar í tíu ár. Verkið Tabuh-Tabuhan frá 1936, sem einnig er á efnisskrá tónleikanna, ber þess skýr merki og er auk þess markverður upptaktur að naumhyggju í tónlist sem komst í tísku löngu síðar. Síðast en ekki síst flytur hljómsveitin verkið Wish you were here eftir bandaríkjamanninn Nico Muhly. Hann er klárlega einn áhugaverðasti tónhöfundur vestanhafs nú um stundir og hefur hann unnið að afar fjölbreyttum verkefnum. Auk hefðbundinna tónsmíða hefur hann unnið með listamönnum úr poppheiminum á borð við Anthony Hegarthy, Valgeir Sigurðsson og Björk. Stjórnandi á tónleikunum er James Gaffigan, en einleik - eða tvíleik - í verkum Poulencs og McPhee leika Svíarnir Roland Pöntinen og Love Derwinger. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói og hefjast kl. 19.30 í kvöld en kl. 21 annað kvöld. - vþ
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira