Þröstur endurheimti Edduna 30. nóvember 2008 10:00 Þröstur hefur loksins fengið styttuna í sínar hendur. Dóttir hans fékk síðan styttuna að gjöf. „Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Já, ég er loksins búinn að fá hana," segir leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson sem endurheimti Eddu-verðlaunin fyrir leik sinn í Brúðgumanum á miðvikudagskvöldið. Þröstur átti ekki heimangengt á Edduhátíðina sem haldin var 19. nóvember. Hann var þá að sýna Vestrið eina í Þjóðleikhúsinu og fékk tilkynninguna um sigurinn í SMS-skeyti frá systur sinni. Félagar Þrastar og mótleikarar úr Brúðgumanum, þeir Jóhann Sigurðarson og Ólafur Darri Ólafsson, tóku við styttunni fyrir hans hönd en eins og Fréttablaðið hafði greint frá þá gengu gífuryrðin milli „stórleikaranna" og Þrastar fyrir verðlaunaafhendinguna. Svo fór að þeir Ólafur og Jóhann „týndu" óvart styttunni eftir verðlaunaafhendinguna og höfðu ekki hugmynd um hvar hún var niðurkomin. Heimsókn þeirra félaga kom því Þresti skemmtilega á óvart. „Það komu hingað tveir ægilega lúpulegir menn og bönkuðu upp á hjá mér," útskýrir Þröstur og vísar þar í samstarfsfélaga sína Ólaf og Jóhann. „Þeir höfðu engar skýringar á því hvar styttan hafði verið, báru við minnisleysi. Ég get svo sem vel skilið að þeir hafi drekkt sorgum sínum þetta kvöld eftir tapið fyrir mér," heldur Þröstur áfram og hlær. Hann segir heimsóknina hafa verið ósköp stutta, þeir hafi reyndar búist við því að fá smáskjól frá rigningunni þetta kvöld en fengu það svo sannarlega ekki hjá keppinauti sínum. Þröstur viðurkennir síðan að sama kvöld hafi hann gefið styttuna sína. Reyndar ekki langt því dóttir hans fékk hana til vörslu. „Ég gef alla verðlaunagripi sem ég fæ. Ég hef ekki pláss fyrir þá alla."- fgg
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira