Enski boltinn

Everton og Boro skildu jöfn

Yakubu (til hægri) skoraði fyrir Everton í dag.
Yakubu (til hægri) skoraði fyrir Everton í dag. NordicPhotos/GettyImages

Everton og Middlesbrough skildu jöfn 1-1 í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Gary O´Neil kom Boro á bragðið eftir aðeins um átta mínútur með sínu öðru marki fyrir félagið.

Everton hafði nokkra yfirburði í leiknum en náðu ekki að nýta sér þá fyrr en á 65. mínútu þegar framherjinn Yakubu fullkomnaði endurkomu sína úr meiðslum með fyrsta marki sínu í tíu leikjum.

Þeir Joleon Lescott , Louis Saha og Tim Cahill fóru illa með ágæt færi fyrir heimamenn, en bæði lið eru nú taplaus í fimm leikjum í úrvalsdeildinni.

Jafnteflið þýðir að Everton er nú aðeins einu stigi frá Hull sem situr í sjötta sætinu og leikur við Manchester City síðar í dag, en Boro mjakaði sér í áttunda sætið með stiginu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×